Cocktail – Föstudagspartísýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

  • Tegund: Grín/Comedy, Rómantík/Romance, Drama
  • Leikstjóri: Roger Donaldson
  • Handritshöfundur: Heywood Gould
  • Ár: 1988
  • Lengd: 104 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 12. Apríl 2019
  • Tungumál: Enska / English
  • Aðalhlutverk: Tom Cruise, Bryan Brown, Elisabeth Shue, Kelly Lynch

Ekki missa af funheitum Tom Cruise í COCKTAIL á geggjaðri Föstudagspartísýningu 12. apríl kl.20:00eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!

Þegar hinn ungi barþjónn Brian (Tom Cruise) hittir Doug sem er töfrandi og kaldhæðinn barþjónn sem er hokinn af reynslu í bransanum, takast með þeim vinabönd og tekur sá eldri hinn yngri í læri. Þetta kynþokkafulla ofurteymi og svakalegir taktar þeirra með kokteilhristarana á bakvið barborðið skapar þeim fljótt góðan orðstír í New York borg þar sem frægð, frami og peningar flæða um.

English

Don’t miss out on a smoking hot Tom Cruise in COCKTAIL on an amazing Friday Night PARTY Screening April 12th at 20:00, as usual the kiosk will be filled with sweets and the bar flowing with party-drinks that are of course allowed in the screening hall!

The young bartender Brian (Tom Cruise) meets the charismatic, cynic and veteran bartender Doug who becomes his mentor. Their chemistry combined with the flamboyant tricks behind the bar will soon yield fame and money in New York City.

Aðrar myndir í sýningu