Doktor Proktor og prumpuduftið

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

  • Tegund: Barnamynd, Gamanmynd, Ævintýri/Adventure
  • Leikstjóri: Arild Fröhlich
  • Handritshöfundur: Johan Bogaeus
  • Ár: 2014
  • Lengd: 85 mínútur
  • Land: Noregur, Þýskaland
  • Frumsýnd: 6. Apríl 2018
  • Tungumál: Íslensk talsetning
  • Aðalhlutverk: Emily Glaister, Eilif Hellum Noraker, Kristoffer Joner

Við vitum að eitt gott prump getur valdið alvarlegu hláturskasti en hvað með heimsfrægð?

Lísa og Búi eru að fara að komast að því þökk sé óvenjulegum nágranna þeirra, hinum kexruglaða Doktor Proktor.  Hann hefur nefnilega alveg óvart fundið upp öflugasta prumpuduft í heimi og þau þrjú þurfa í sameiningu að koma í veg fyrir að það lendi í röngum höndum!

Doktor Proktor og Prumpuduftið, sem byggð er á samnefndri metsölubók norska rithöfundarins Jo Nesbø, er frábær ævintýra- og gamanmynd sem gerist í heimi þar sem viðurstyggileg furðudýr búa í holræsunum og prump eru nógu öflug til þess að skjóta manni út í geim.

Myndin er talsett á íslensku! 

 

Aðrar myndir í sýningu