Draumalandið / Dreamland

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Þorfinnur Guðnason Andri Snær Magnason
  • Ár: 2009
  • Lengd: 90
  • Land: Ísland

Draumalandið er íslensk heimildarmynd í leikstjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar og segir frá ýmsum óþekktum hliðum við uppbyggingu iðnaðar og efnahagslífs á Íslandi síðustu ár. Einbeitir myndin sér allra helst að því sem hefur gerst í orkumálum Íslendinga síðustu ár, byggingu Kárahnjúkastíflu og álvers ALCOA á Reyðarfirði. Reynir myndin að komast til botns í ýmsum málum sem virðast enn vera á huldu í þeim málum, eins og hvað fékk yfirvöld í raun og veru til að samþykkja að ráðast í slíka aðgerð, eins umdeild og hún reyndist verða. Voru það efnahagslegar forsendur? Var það stolt sem fékk okkur til að vilja virðast stór í augum heimsins? Eða trúðu yfirvöld því að það sem þau gerðu væri í raun best fyrir þjóðina? Og af hverju er svona mikil leynd í kringum allt málið?

English

How much unspoiled nature should we preserve and what do we sacrifice for clean, renewable energy? Dreamland gradually turns into a disturbing picture of corporate power taking over nature and small communities. It’s the dark side of green energy.

Aðrar myndir í sýningu