Nútímaævintýri sem fjallar um borgarbarnið Kalla, tólf ára strák sem býr hjá mömmu sinni. Hann eyðir stærstum hluta tíma síns fyrir framan skjái. Kalli er sendur vestur á firði til að dvelja hjá pabba sínum á afskekktum sveitabæ yfir jólin og þar breytast sýndarævintýri skjáheima í alvöru ævintýri.
Kalli fær nóg af sveitalífinu og ákveður að stinga af en er fyrr en varir rammvilltur, símasambandslaus og staddur í kafaldsbyl. Sýndarheimar eru ekki bara á skjánum, í afskekktri sveitinni eru á reiki dularfullar verur sem er erfitt að festa hönd á.
Sýnd í Bíótekinu 6. nóvember kl 15:00.
Sérstakur viðburður: Leikstjóri myndarinnar Ari Kristinsson spjallar við áhorfendur eftir sýninguna. Myndin er nýuppgerð í stafrænni útgáfu.