ALLIR ÞRÁ PARADÍS!
Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta upp á líf og dauða.
Eden er önnur kvikmynd leikstjórans Snævars Sölva Sölvasonar en hann á að baki gamanmyndina Albatross, sem sýnd var í kvikmyndahúsum við góðar undirtektir árið 2015. Með aðalhlutverk í Eden fara Telma Huld Jóhannesdóttir, sem hefur getið sér gott orð á leiksviðinu og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við Illsku, Webcam og Rétti, ásamt Hansel Eagle en hann fór með aðalhlutverkið í gamanmyndinni Albatross og er þetta því í annað sinn sem hann og Snævar leikstjóri leiða saman hesta sína.
Glæný íslensk kvikmynd sýnd með enskum texta!
English
EVERYBODY CRAVES PARADISE
An action driven love story about a young couple who become drug dealers in Reykjavik, but want nothing more than to get away and start a new life. When they decide to make a go for it with stolen narcotics from an infamous drug lord, their hopes and dreams begin to crumble.
A brand new Icelandic movie screened with ENGLISH subtitles!