Frá handritshöfundingum og leikstjóranum Sergio Umansky kemur óvægið og sálfræðilega flókið drama sem fjallar um afleiðingar harmleiks sem ber vitni um vandamál er snúa að refsileysi og óöryggi í Mexíkó. Söguþráðurinn snertir til dæmis á á morðum, lögregluspillingu, ofbeldi gegn konum, misnotkun vinnuveitenda á starfsmönnum, stéttaskiptingu, óréttlæti gagnvart innflytjendum, mannréttindum og eiturlyfjasölu.
Aurelio og Citlali hittast á litlu hótelherbergi í Mexikóborg á myrkasta tímabili í lífi þeirra. Sonur Aurelio hefur verið myrtur og Citlali hefur flúið ofbeldisfullan barnsföður sem hún þurfti að skilja dóttur sína eftir hjá. Spillt yfirvöld í landinu hafa ítrekað brugðist þeim svo þau neyðast til að taka völdin í eigin hendur. Ást og bandalag myndast á milli þeirra og heita þau að hjálpa hvoru öðru að leita rétta sinna sama hvað það mun kosta, hvort sem það felur í sér hefnd eða handtöku.
Myndin vann verðlaun fyrir besta leikara og bestu leikkonu í aðalhlutverki á Guadalajara International Film Festival, auk þess vann hún Press Award fyrir bestu myndina á sömu hátíð. Frumsýnd á Íslandi á Stockfish kvikmyndahátíðinni 2019 að viðstöddum leikstjóra, leikkonu og framleiðanda myndarinnar.
Frumsýnd 2. ágúst með enskum texta í Bíó Paradís – EINGÖNGU sýnd í takmarkaðan tíma!!!
English
From writer-director Sergio Umansky comes a fierce and psychologically complex drama that explores the aftermath of a tragedy that evidences the rampant impunity and insecurity problem across Mexico. The plot revolves around murders, police corruption, violence against women, exploitation of the employer to the worker, marginalisation of class, injustice in immigration, human rights and drug trafficking.
Aurelio and Citlali meet each other in a small hotel of Mexico City during the darkest days of theirs lives. He just buried his son, murdered in broad daylight. She had to abandon her daughter with her abusive father. Aurelio wants the police to do their job and capture his son’s murderers. Citlali needs a legal document to fight for her daughter’s custody. The state has become a criminal enterprise and are of no help to neither of them. Their quest for justice soon transforms into the need for revenge. Little by little, love grows and a pact is forged between them: to help each other and take justice into their own hands at whatever cost.
The film won the “Best Actor” and “Best Actress” awards at the Guadalajara International Film Festival as well as the Press Award for Best Film at the same festival. Icelandic premiere on Stockfish Film Festival 2019 with the film’s director, actress and producer in attendance.
Premiers August 2nd with English subtitles in Bíó Paradís – ONLY shown for limited time!!!