End of Sentence

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Elfar Aðalsteinsson
  • Handritshöfundur: Michael Armbruster
  • Ár: 2019
  • Lengd: 96 mín
  • Land: Ísland, Írland, Bandaríkin
  • Frumsýnd: 21. Október 2019
  • Tungumál: Enska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: John Hawkes, Logan Lerman, Sarah Bolger

Áður en Frank Fogle leggur í vegferð til að uppfylla hinstu ósk eiginkonu sinnar þarf hann einnig að uppfylla loforð um að taka son þeirra Sean með. Langferð frá Ameríku til Írlands með föður sínum er hinsvegar það síðasta sem Sean hefur í hyggju er hann stígur út úr fangelsi í Alabama og að dreifa ösku móður sinnar í stöðuvatn á uppeldisslóðum hennar gengur þvert á hans framtíðaráætlanir. En er ferðaplön hans hrynja samþykkir hann treglega að slást í för með föður sinum gegn því að þeir feðgar munu aldrei þurfa að hittast aftur.

Óútreiknanlegt ferðalag á röngum vegahelmingi bíður þeirra feðga þar sem furðuleg líkvaka, birting gamals elskhuga, írsk blómarós og hellingur af óppgerðum fjölskyldumálum taka sinn toll.

End of Sentence er fyrsta mynd Elfars Aðalsteinssonar í fullri lengd en hann vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum fyrir stuttmyndina Sailcloth með John Hurt í aðalhlutverki.

English

After being widowed, Frank Fogle reluctantly embarks on a journey to honor his wife’s last wish of spreading her ashes in a remote lake in her native Ireland and a promise of taking his estranged son, Sean, along for the trip.

“John Hawkes and Logan Lerman lend grit and determination to Elfar Adalstein’s moving, softly-spoken father-son road movie.” – Variety 

Aðrar myndir í sýningu