Fangaverðir

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Ólafur Sveinn Gíslason
  • Handritshöfundur: Ólafur Sveinn Gíslason
  • Ár: 2014
  • Lengd: 67 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 28. Janúar 2017
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Egill Kr. Björnsson, Magnús Páll Ragnarsson, Sigurður Skúlason, Þorsteinn Bachmann

Árið 2012 hóf Ólafur Sveinn Gíslason gerð kvikmyndahandrits út frá viðtölum sem hann átti við fangaverði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Verkið var kvikmyndað á vinnusvæði fangavarðanna vorið 2014, á meðan fangelsið var í fullri notkun. Í myndinni FANGAVERÐIR leika tveir fangaverðir sem störfuðu í Hegningarhúsinu, þeir Egill Kr. Björnsson og Magnús Páll Ragnarsson, en jafnframt fara Sigurður Skúlason og Þorsteinn Bachmann með hlutverk í kvikmyndinni.

Vinnuaðstæður fangavarða eru mjög sérstakar; þeir vinna á landamærum hins frjálsa samfélags og þess afmarkaða rýmis sem fangelsið er, sem er lokað eftir ákveðnum reglum. Verkið fjallar um sýn fangavarðanna á starf sitt, daglega reynslu þeirra innan fangelsisins og hugrenningar um það viðmót sem þeim mætir utan fangelsis. Svið Hegningarhússins við Skólavörðustíg er hlaðið áhrifamiklum örlögum sem lita orð og athafnir verksins. Fangaverðirnir bregða sér í hlutverk leikara og leikararnir klæða sig hlutverkum fangavarða.

Myndin fer í almennar sýningar í Bíó Paradís laugardaginn 28. janúar – 1. febrúar kl. 18.00.

Myndin er á íslensku. Leikin heimildamynd.

Aðrar myndir í sýningu