For Those in Peril

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Paul Wright
  • Ár: 2013
  • Lengd: 92
  • Land: Skotland
  • Tungumál: Enska

Aaron er ungur drengur sem er eilítið utangarðs í litlu skosku sjávarþorpi. Hann lifði af slys, þar sem fimm menn létu lífið, en þar á meðal var eldri bróðir hans. Fólkið í þorpinu kennir Aaron um slysið og því á hann ekki sjö dagana sæla. Hann neitar að trúa því að bróðir sinn sé allur og reynir allt með örvæntingarfullum brögðum að endurheimta mennina.

Myndin var tilnefnd sem besta frumraun leikstjóra á hinum virtu BAFTA verðlaunum en hún var sýnd á gagnrýnendaviku kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Myndin hefur hlotið fjölda alþjóðlegra tilnefninga og verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Myndin er sýnd á Hringferð Bíó Paradísar og Evrópustofu dagana 15-26 maí sem unnin er í samstarfi við Northby Northwest – Films on the Fringe. Ókeypis er inn á sýningarnar. Myndin verður sýnd á Akranesi þann 19. maí kl. 20:00 í Bíóhöllinni Akranesi og á Selfossi í Selfossbíó þann 26. maí kl. 18:00.

Sýnd með íslenskum texta. Bönnuð innan 12 ára.

 

Aðrar myndir í sýningu