Ghostbusters // Draugabanar

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 9 ára

  • Tegund: Fantasía/Fantasy, Grín/Comedy, Spenna/Action
  • Leikstjóri: Ivan Reitman
  • Handritshöfundur: Dan Aykroyd | Harold Ramis
  • Ár: 1984
  • Lengd: 105 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 7. Apríl 2019
  • Tungumál: Enska / English
  • Aðalhlutverk: Bill Murray, Dan Aykroyd, Harold Ramis, Ernie Hudson, Sigourney Weaver.

Þrír háskólakennarar í dulsálarfræðum missa rannsóknarstyrk og trúverðugleika þegar rektorinn ákveður að kenningar þeirra og aðferðir eiga ekki lengur heima í virðingarfullu stofnuninni sem hann rekur. Atvinnuleysið knýr þá áfram til að fara út í eigin rekstur sem fagaðilar í útrýmingu yfirnáttúrulegra krafta. Þeir hefjast handa með aðsetur í gamalli slökkviliðsstöð og með úr sér genginn sjúkrabíl í New York borg, en skjótt skipast veður í lofti þegar Draugabanarnir verða hetjur borgarinnar er þeir takast á við óvenjulega aukningu í yfirnáttúrulegum atburðum með þeirra sérfræðiþekkingu.

Ein skemmtilegasta og fáránlegasta gamanmynd síðari tíma með Bill Murray, Dan Aykroyd, Harold Ramis, Ernie Hudson og Sigourney Weaver.

Myndin er sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2019 með íslenskum texta! 

English

Three university parapsychologists lose their research grant and their credibility when the Dean decides that their theories, methods and conclusions have no place in his august institution. Out of a job, they decide to go into business for themselves, setting up as professional supernatural eliminators. Starting out with only a converted fire station and a beat-up ambulance to their name, the Ghostbusters quickly become local heroes when the city sees a dramatic rise in paranormal activity and a giant marshmallow threatens its very existence.

A GREAT CLASSIC screened during Reykjavík International Children´s Film Festival 2019 with Icelandic subtitles. 

Aðrar myndir í sýningu