Girlhood

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Céline Sciamma
  • Ár: 2014
  • Lengd: 112
  • Land: Frakkland
  • Frumsýnd: 16. Janúar 2015
  • Aðalhlutverk: Diabate Idrissa, Rabah Nait Oufella, Tatiana Rojo

Franska kvikmyndin Girlhood er óvanaleg gengjamynd um unga stúlku sem elst upp í fátækrahverfum Parísar.

Marieme reynir að fá einhvern botn í tilveruna í flóknum veruleika fátækrahverfanna þegar hún dregst inn í stúlknagengi í borginni.

Nálgun leikstjórans, Céline Sciamma, þykir allt í senn hugrökk og stælalaus svo úr verður kröftugt drama um forljótan veruleika fátæktarinnar, glæpanna og ekki síst manneskjunnar.

Myndin hefur verið sögð nokkurskonar mannfræðirannsókn leikstjórans sem hefur áður skoðað óvanalegt hlutskipti kvenna sem verða ekki neyddar í hefðbundin skapalón samfélagsins.

Myndin fékk frábærar viðtökur á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2014, þar sem hún var sýnd í flokknum Director´s Fortnight. Myndin er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2014. Þessi kvikmynd er bönnuð börnum yngri en 12 ára.

English

Oppressed by her family setting, dead-end school prospects and the boys law in the neighbourhood, Marieme starts a new life after meeting a group of 3 free-spirited girls. She changes her name, her dress code, and quits school to be accepted in the gang, hoping that this will be a way to freedom. It was selected to be screened as part of the Directors’ Fortnight section of the 2014 Cannes Film Festival. The film is nominated as the best film at the European Film Awards 2014.

Not suitable for children under the age of 12

Subtitles: Icelandic

 

Aðrar myndir í sýningu