Goodbye to Language

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Jean-Luc Godard
  • Ár: 2014
  • Lengd: 70 mín
  • Land: Frakkland
  • Frumsýnd: 1. Maí 2015
  • Tungumál: Franska
  • Aðalhlutverk: Héloïse Godet, Kamel Abdeli, Richard Chevallier

Svona lýsir Godard sjálfur myndinni: “Hugmyndin er einföld: gift kona og einhleypur karl hittast. Þau elskast, þau rífast og berjast. Hundur þvælist á milli sveitar og borgar. Árstíðirnar ganga sinn gang. Maðurinn og konan hittast á ný. Hundurinn kemur upp á milli þeirra. Annar er einn, einn er annar og þau eru þrjú. Eiginmaðurinn fyrrverandi eyðileggur allt. Önnur mynd hefst: sú sama og sú fyrsta, en samt ekki. Mannkynið verður að myndhverfingu. Endalokin eru hundgá og barnsgrátur.”

Myndin var valin sú besta af Bandarísku gagnrýnendasamtökunum (National Society of Film Critics) 2014. Vann dómnefndarverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra, en hún deildi þeim með Mommy eftir Xavier Dolan. Godard vann heiðursóskar árið 2010. Meðal þeirra leikstjóra sem hafa talað um Godard sem áhrifavald má nefna Quentin Tarantino, Wong Kar-Wai, Wim Wenders, Martin Scorsese og Steven Soderbergh.

English

The Director: Jean-Luc Godard was a key member of the French New Wave that revolutionized world cinema in the 1960s. His early films include the legendary Breathless but he recently turned 84 and shows no signs of letting up. His next film after this will be his 40th feature.

Voted the best film of 2014 by The National Society of Film Critics. The film shared the Jury Prize at Cannes with Xavier Dolan’s Mommy. Godard received an honorary Oscar in 2010. Among the modern directors he has influenced are Quentin Tarantino, Wong Kar-Wai, Wim Wenders, Martin Scorsese and Steven Soderbergh.

Aðrar myndir í sýningu