Viggo er strákur sem lifir fyrir leik sem hann spilar í sýndarveruleika. Einn daginn þegar gæs flýgur inn á svalirnar hans breytist líf hans að eilífu, því gæsin kann að tala!
Stórskemmtileg dönsk gamanmynd fyrir alla fjölskylduna sýnd með íslenskum texta í samstarfi við Danska sendiráðið á Íslandi.