Grimmd

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Spennumynd
  • Leikstjóri: Anton Sigurðsson
  • Ár: 2016
  • Lengd: 104 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 28. Nóvember 2016
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Salome R. Gunnarsdottir, Hilmir Snær Guðnason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helgi Björnsson, Atli Rafn Sigurðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Petur Oskar Sigurdsson

Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá því þegar tvær ungar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast látnar í Heiðmörk og í einbeittri rannsókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur þegar hræðileg atriði í máli stúlknanna koma upp á yfirborðið. Þjóðfélagið fer á annan endann vegna málsins og reyndustu rannsóknarlögreglumenn landsins, þau Edda Davíðsdóttir og Jóhannes Schram, eru kölluð til.

Þau eru bæði staðráðin í að leysa málið en þurfa að etja kappi við tímann þegar hvimleið atvik úr fortíðinni líta dagsins ljós og erfið rannsóknin flækist enn frekar.

Aðrar myndir í sýningu