OPNUNARMYND TILNEFNDRA MYNDA KVIKMYNDAVERÐLAUNA NORÐURLANDARÁÐS.
Gegnum kynni af gyltu með grísi (henni Gundu, sem myndin dregur nafn sitt af), tveimur snjöllum kúm og einfættum kjúklingi sem stelur senunni tekst Kossakovsky að endurkvarða siðferðilega heimsmynd okkar og minna okkur á hið innbyggða gildi lífsins og þá ráðgátu sem felst í vitund allra dýra, þar með talinni okkar eigin.
Myndin er tilnefnd til hinna eftirsóttu Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2021. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar þær fimm tilnefndu myndir og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 23. – 26. september 2021.
English
Documentary looks at the daily life of a pig and its farm animal companions: two cows and a one-legged chicken.