Búi + Helium + Skólablús + Leiðin heim

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Ýmsir
  • Lengd: 73 mín
  • Land: Danmörk, Svíþjóð, Ísland
  • Aldurshópur: 7-12 ára
  • Frumsýnd: 15. Apríl 2018
  • Tungumál: Ýmis tungumál með íslenskum texta

Frábærar og fjölbreyttar verðlaunastuttmyndir fyrir 7 – 12 ára börn, með íslenskum texta. FRÍTT INN OG ALLIR VELKOMNIR þann 15. apríl kl 16:30. 

BÚI (Ísland, 13 mín) Leikstjóri: Inga Lísa Middleton

Stuttmynd um Önnu, níu ára stelpu sem flytur í nýtt hverfi og er utangátta þar. Hún kynnist Búa sem hvetur hana til að drýgja hetjudáð til að sýna krökkunum í hverfinu hvað í henni býr. Fljótlega kemur þó í ljós að Búi er ekki allur þar sem hann er séður.

HELIUM (Danmörk, 23 mín)

Verðlaunastuttmynd sem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2014 sem besta stuttmyndin- fjallar um ungan dauðvona dreng sem býr sér til ævintýraheim með hjálp vinar síns, húsvarðarins Enzo.

Sýnd með íslenskum texta

SKÓLABLÚS (Svíþjóð, 17 mín)

Fyrsti skóladagurinn er runninn upp. Jón fær fylgd í skólann með eldri bróður sínum Mika, sem ætlar að kenna honum hvernig á að lifa af á skólalóðinni í frímínútum.

Skólablús hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna, m.a. áhorfendaverðlauna barna á hinni virtu Nordisk Panorama 2017. Sýnd með íslenskum texta

LEIÐIN HEIM (Danmörk, 12 mín)

Skemmtileg teiknimynd sem fjallar um Betram sem ferðast um með bangsann sinn Puffinn Muffin í ævintýralegann leiðangur. Sýnd með íslenskum texta

Sýningarlengd samtals : Klukkustund 73 mín)

Aðrar myndir í sýningu