Horfinn heimur + stuttmynd

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Ólafur Sveinsson
  • Lengd: 94 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta

„Horfinn heimur“ er klassísk heimildamynd, rúmlega 70 mínútna löng og að mestu tekin í fimm daga gönguferð Ferðafélagsins Augnabliks síðsumars 2006, skömmu áður en byrjað var að safna vatni í Hálslón Kárahnjúkavirkjunar.

Í henni eru viðtöl við vísindamenn, sem voru að hluta með í för, og héldu uppi harðri en málefnalegri gagnrýni á virkjunina og byggingu hennar, en einnig við yfirverkfræðing Kárahnjúkavirkjunar og þann stjórnmálamann á Miðausturlandi sem barðist hvað lengst og harðast fyrir byggingu hennar og álver í Reyðarfirði.

.Stuttmyndin „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ er sýnd á undan henni, en hún er 20 mínútna löng og spannar enn lengra tímabil, eða 2003 –2021.

Aðrar myndir í sýningu