Húsmæðraskólinn

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Stefanía Thors
  • Ár: 2020
  • Lengd: 75 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 5. Október 2020
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta / Icelandic with English subtitles

Myndin Húsmæðraskólinn fjallar um hinn horfna heim íslensku húsmóðurinnar og hvernig hlutverk skólans hefur breyst í áranna rás. Í myndinni er gamli tíminn endurspeglaður með viðtölum við eldri nemendur skólans og með dýrmætum gömlum myndskeiðum sem sýna hversu mikilvægu hlutverki hann gegndi fyrir verðandi íslenskar húsmæður um miðbik síðustu aldar. Samhliða er fylgst með nemendum við skólann frá árinu 2016 og hversu mikil breyting hefur orðið á ímynd skólans. Vangaveltur um hlutverk húsmæðraskóla í dag, bæði hvað varðar gamaldags hlutverk kynjanna og hin dyggu grunngildi t.d. nýtni, viðhald fata, umhverfisvitund og spornun gegn matarsóun svo fátt sé nefnt.

Myndin er einstök samtímaheimild um húsmæðraskólann í Reykjavík sem enn stendur opinn fyrir þá nemendur sem hafa áhuga, þrátt fyrir óvissu um framtíð og mögulega yfirvofandi lokun hans.

HÚSMÆÐRASKÓLINN – glæný íslensk heimildamynd – frumsýnd 5. október með enskum texta í Bíó Paradís!

  • ATHUGIÐ! Árskort, klippikort, frímiðar frá Bíó Paradís gilda ekki á þessar sýningar!

English

The School of Housewives is a documentary film about the self-image of the Icelandic housewife and how the role of this school has changed over the years. In the film, the past is reflected in interviews with senior students alongside old 16mm footage that show how important role the school played to expectant Icelandic housewives around the middle of the last century. At the same time, recent students are monitored showing how much change has taken place in the school, regarding the role of housewives today in terms of gender role and the basic values such as all kinds of efficiency, maintenance of clothing, protecting the environment and preventing food waste.

The film is a unique contemporary documentary about the Reykjavík school of housewives, running since 1942 and still open for those students who are interested, despite the uncertainty about the future of the school and its possible imminent closure.

THE SCHOOL OF HOUSEWIVES – new icelandic documentary – premiers on October 5th with English subtitles in Bíó Paradís!

  • ATTENTION! Annual passes, punch-cards, free tickets from Bíó Paradís are not valid for these screenings!

Aðrar myndir í sýningu