Hvítur, hvítur dagur // A White, White Day

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

 • Tegund: Drama
 • Leikstjóri: Hlynur Pálmason
 • Handritshöfundur: Hlynur Pálmason
 • Ár: 2019
 • Lengd: 109 mín
 • Land: Ísland
 • Frumsýnd: 6. September 2019
 • Tungumál: Íslenska / Icelandic - English subtitles
 • Aðalhlutverk: Ingvar Sigursson, Hilmir Snær Guðnason, Ída Mekkín Hlynsdóttir

“Visually arresting and emotionally rewarding.” -Screen International
“Pálmason engages in storytelling that’s both powerful and freshly thought-out.” -The Hollywood Reporter
“A tale of spellbinding and perturbing beauty. New film only adds more evidence to the director’s talent.” MUBI

Ingimundur (Ingvar E. Sigurðsson) er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.

Leikstjórinn Hlynur Pálmason færir okkur hér aðra kvikmynd sína í fullri lengd, Hvítur, hvítur dagur, en myndin var heimsfrumsýnd á gagnrýnendavikunni í Cannes 2019 þar sem Ingvar E. Sigurðsson hlaut Rising Star-verðlaunin, sem veitt eru af Louis Roederer Foundation. Myndin hefur nú þegar hlotið einróma lof gagnrýnenda og sópað til sín fleiri verðlaunum – ásamt því að vera komin í forval fyrir Evrópsku Kvikmyndaverðlaunin 2019 og einnig hefur hún hlotið tilnefningu sem framlag Íslands til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Hlynur er ekki alls ókunnugur verðlaunum og lofi en fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Vetrarbræður (Vinterbrødre) (2017), átti mikilli velgengni að fagna og hlaut yfir 30 alþjóðleg verðlaun – en sú mynd var einnig tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018.

Frumsýnd 6. september í Bíó Paradís – sýnd með íslensku tali og enskum texta!

 • ATHUGIÐ! Árskort, klippikort, frímiðar gilda ekki á þessar sýningar!

English

In a remote Icelandic town, an off-duty police chief begins to suspect a local man of having had an affair with his late wife, who died in a tragic accident two years earlier. Gradually his obsession for finding out the truth builds and inevitably he begins to himself and his loved ones in danger. A story of grief, revenge, and unconditional love.

Director Hlynur Pálmason brings us his second feature film A White, White Day, which had its world premiere at the Critics’ Week in Cannes 2019 where Ingvar E. Sigurðsson won a Louis Roederer Foundation Rising Star Award. The film has already garnered rave reviews and received numerous prizes – it is also in pre-selection for the European Film Awards 2019 and has been nominated for the Nordic Council Film Prize 2019.

Pálmason’s debut feature film Winter Brothers (2017) had an outstanding career, winning more than 30 international awards such as Best Director at the Thessaloniki Film Festival, Best Film and Best Actor (Elliott Crosset Hove) in Vilnius, and Best Cinematography at the Seville European Film Festival. The film won nine awards at the national Robert Awards including Best Film. It was nominated for the Nordic Council Film Prize in 2018.

Premiers September 6th in Bíó Paradís – shown in Icelandic with English subtitles!

 • ATTENTION! Season-cards, punch-cards, free tickets are not valid for these screenings!

Aðrar myndir í sýningu