Heimildamyndin In the land of the free fjallar um átakanlega sögu Herman Wallace, Alberts Woodfox og Roberts King. Þremenningarnir eru þekktir undir nafninu Angola 3 en þeim var öll¬um haldið í ein¬angr¬un í há¬marks¬ör¬ygg¬is¬fang¬elsi í Louisiana í Bandaríkjunum nærri fyrr¬ver¬andi þræla¬plantekrunni An¬gola. Robert King sat í einangrun í hartnær 30 ár, allt fram til ársins 2001 og Herman Wallace í 38 ár, en hann lét lífið árið 2013, aðeins þremur dögum eftir að honum var sleppt úr haldi. Albert Woodfox situr enn í fangelsi eftir 43 ár, þar af 40 ár í einangrun. Woodfox er læstur inn í klefa sem 183×244 cm að stærð, 23 tíma dagsins, þar sem dagsbirta er nánast engin. Einangrunarvist þremenninganna telst grimmileg, ómannúðleg og vanvirðandi meðferð, og stríðir gegn alþjóðalögum. Mennirnir þrír hafa alla tíð haldið fram sakleysi sínu og engin áþreifanleg sönnunargögn tengja þá við glæpinn sem þeir hlutu dóm vegna. Löngu er tímabært að réttlætinu verði fullnægt. Þrýstum á ríkissaksóknara Louisiana að leysa Albert Woodfox tafarlaust úr haldi.
Sýningin verður 19. nóvember kl 20:00. 1.000.- kr inn.