Ingaló er dramatísk kvikmynd um unga konu sem er til sjós á trillu föður síns, en feðginin eiga ekki skap saman. Ástir og átök eru örlagavaldar í lífi Ingulóar og í henni togast á verndarhvöt gagnvart yngri bróður hennar við ungæðislegar ástartilfinningar gagnvart öðrum. Villt partí í verbúð reynist afdrifaríkt fyrir Inguló og aðra verbúðarmenn.
Kvikmyndin hefur verið sýnd við góðar viðtökur og unnið fjölda verðlauna um allan heim.
Sýnd sunnudaginn 1. maí kl 17:00.