Joanna

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary, Stuttmynd
  • Leikstjóri: Aneta Kopacz
  • Ár: 2013
  • Lengd: 40 mín
  • Land: Pólland
  • Tungumál: Pólska með enskum texta

Joanna Salyga er með krabbamein og á aðeins þrjá mánuði ólifaða. Hún stefnir á að njóta tímans með eiginmanni og ungum syni sínum eins og hægt er. Hún hélt úti bloggi, Chustka, sem varð það vinsælt að lesendur hennar ákváðu að hópfjármagna þessa heimildamynd.

Aneta Kopacz lærði sálfræði og hefur starfað sem blaðamaður og rithöfundur. Þetta er hennar fyrsta mynd. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta heimildamyndin. Á Stockfish verður hún sýnd með annarri pólskri heimildamynd, Bölvunin okkar, sem var tilnefnd með henni þetta sama ár.

English

Joanna Salyga has cancer and has only three months left to live. She aims to make the most of her time with her husband and young son. The director came to know Salyga’s story through her blog, Chustka, a blog so popular her readers sponsored a crowd funding campaign to produce this film.

Aneta Kopacz studied psychology and has worked as a journalist and producer. This is her first film. The film was nominated for an Academy Award for Best Documentary – Short Subject. It‘s screened along with another Polish film, Our Curse, which was also nominated in the same category.

Aðrar myndir í sýningu