NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Jón Oddur og Jón Bjarni

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd, Fjölskyldumynd/Family movie
  • Leikstjóri: Þráinn Bertelsson
  • Handritshöfundur: Þráinn Bertelsson, Guðrún Helgadóttir
  • Ár: 1981
  • Lengd: 93 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Páll Jósefs Sævarsson, Wilhelm Jósefs Sævarsson, Steinunn Jóhannesdóttir

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir til að vera ansi uppátektarsamir – og jafnvel óþekkir – en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta. Í fjölskyldunni eru einnig Anna Jóna hálfsystir sem er illa haldin af „unglingaveikinni“ og Magga litla systir sem á í mesta basli með koppinn sinn. Soffía ráðskona er einnig ómissandi hluti fjölskyldunnar en hún gætir drengjanna meðan foreldrarnir eru í vinnunni. En þótt þeir bræður séu svo lánsamir að eiga góða fjölskyldu eru það ekki allir. Jói hrekkjusvín sem býr á hæðinni fyrir neðan er ekki öfundsverður þegar móðir hans er að skammast og rífast í honum. Kannski væri hann ekki svona mikið hrekkjusvín ef hann hefði fengið öðruvísi uppeldi. Margar skemmtilegar persónur koma einnig við sögu, svo sem Lárus sem er vinur tvíburanna, Selma systir hans og margar fleiri.

Myndin er sýnd í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2020 en um nýuppgerða stafræna útgáfu er að ræða.