Jón Oddur og Jón Bjarni

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Gamanmynd, Fjölskyldumynd/Family movie
  • Leikstjóri: Þráinn Bertelsson
  • Handritshöfundur: Þráinn Bertelsson, Guðrún Helgadóttir
  • Ár: 1981
  • Lengd: 96 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Páll Jósefs Sævarsson, Wilhelm Jósefs Sævarsson, Steinunn Jóhannesdóttir

Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru ósköp venjulegir frískir strákhnokkar. Stundum eiga þeir til að vera ansi uppátektarsamir – og jafnvel óþekkir – en með barnslegu sakleysi sínu bræða þeir auðveldlega hvers manns hjarta. Í fjölskyldunni eru einnig Anna Jóna hálfsystir sem er illa haldin af „unglingaveikinni“ og Magga litla systir sem á í mesta basli með koppinn sinn.

Ógleymanleg kvikmynd sem lætur engan ósnortinn!

Myndin er sýnd í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands.

Aðrar myndir í sýningu