Klaufabárðarnir – bíómyndin

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Fjölskyldumynd/Family movie
  • Leikstjóri: Marek Beneš
  • Ár: 2016
  • Lengd: 80 mín
  • Land: Tékkland
  • Frumsýnd: 1. Apríl 2017
  • Tungumál: Ekkert tal
  • Aðalhlutverk: Klaufabárðarnir

Á árinu 2016 fögnuðu Klaufabárðarnir fertugsafmæli sínu. Þeir hafa þó aldrei birst í kvikmynd á hvíta tjaldinu áður. Félagarnir finna fullan kassa af bíómyndum á háaloftinu sínu og gamla sýningarvél sem þeir vilja endilega deila með aðdáendum sínum …

En þetta væri þó ekki bíómynd með Klaufabárðunum ef þeir myndu ekki lenda í einhverskonar klandri – og í þetta sinn er það  illgjarn kaktus sem ræðst á vistarverur þeirra með mögnuðum hætti. Og fyrst við lifum á 21 öldinni þar sem heilbrigður lífstíll ræður ríkjum, reyna þeir einnig að koma sér í gott form á þrekhjóli. Hvernig ætli sagan endi?

Ekki missa af klassískum Klaufabárðum í kvikmynd sem mun seint gleymast! Án tals og hentar öllum aldurshópum á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík sem haldin er 30. mars – 9. apríl 2017.

English

In 2016, this pair of oddballs is celebrating their fortieth birthday. Though they’ve never been on the silver screen before, that’s not a problem for a couple of DIY guys of their caliber. They’ve got a box full of movies in the attic, a movie projector under the stairs, and they’re happy to play them for their fans…

But it wouldn’t be them if they didn’t face a number of pitfalls. This time it’s a malicious cactus, a dry tree, and they decide to spruce up their place with some unique modifications. And since we’re in the 21st century and a healthy lifestyle is being promoted everywhere, they try to get fit on a stationary bike. How does it work out for them?

Aðrar myndir í sýningu