Landscape With Many Moons

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Jaan Toomik
  • Ár: 2014
  • Lengd: 80 mín
  • Land: Eistland
  • Tungumál: Eistneska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Maria Avdjushko, Elaan, Sergei Furmanjuk

Q&A sýning verður haldin á myndinni með framleiðandanum Ivo Felt viðstöddum á fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20:00.

Landslag með mörgum mánum er súrrealísk mynd, uppfull af furðulegum atburðum þar sem ekkert er fast í hendi. Við fylgjum hinum miðaldra og ráðvillta Juhani og undraverðu samferðafólki hans gegnum draumkenndan veruleika. Einstök framvinda og frábær kvikmyndataka prýða þessa stórundarlegu mynd þar sem má sjá líkamsvessa matreidda og snædda, kanínur í mannslíki fara í lestarferð og fólk skiptast á hugboðum á veitingastað sem er á miðjum körfuboltavelli.

Jan Toomik er eistneskur myndlistar- og kvikmyndagerðarmaður. Hann nam myndlist við Listaakademíuna í Tallinn og er einn þekktasti eistneski myndlistamaður samtímans. Jan hefur gert fjölda vídeóverka auk tveggja stuttmynda en Landslag með mörgum mánum er hans fyrsta mynd í fullri lengd.

English

A Q&A screening of the film with producer Ivo Felt present will be held on Thursday February 25th at 20:00.

Landscape with many moons is a surreal film filled with peculiar events where nothing is as it seems. We follow Juhani, a middle-aged man, and his bizarre companions through a dreamlike reality. Exquisite cinematography and a unique narrative characterize this extraordinary film where you can see bodily fluids cooked and served, humanoid rabbits take a train ride, and people communicate telepathically at a restaurant located in the middle of a basketball court.

Jan Toomik is an Estonian artist and filmmaker. He studied painting in the Art Academy of Tallinn and is one of the most widely acknowledged Estonian contemporary artists. Toomik has made a number of video-pieces as well as two shorts films. Landscape with many moons is his first feature length film.

Aðrar myndir í sýningu