Litla Lirfan ljóta & Anna og skapsveiflurnar

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Fjölskyldumynd/Family movie, Teiknimynd/Animation
  • Leikstjóri: Gunnar Karlsson
  • Handritshöfundur: Friðrik Erlingsson
  • Ár: 2002
  • Lengd: 53 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 7. Apríl 2019
  • Tungumál: Íslenska

Myndirnar eru sýndar saman á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2019 – FRÍTT INN!

Litla lirfan ljóta er tölvuteiknuð mynd  frá árinu 2002 í kvikmyndastjórn Gunnars Karlssonar. Myndin hefur hlotið lof bæði innanlands sem utan og hlaut myndin Edduna í flokki stuttmynda árið 2002. (27 mín)

Myndin fjallar um Kötu, litlu lirfuna ljótu, sem lendir í ýmsum ævintýrum í garðinum sínum. Leiðinleg bjalla agnúast út í hana, hún hittir vinalegan orm, er lögð í einelti af suðandi býflugu og gömul grimm könguló reynir að plata hana. Eins og þetta sé ekki nóg, þá er hún gripin af þresti sem ætlar að gefa ungunum sínum hana í morgunverð.

Anna og skapsveiflurnar er tölvuteiknuð mynd eftir íslenska þrívíddarhönnunarfyrirtækið CAOZ. Myndin er í leikjstórn Gunnars Karlssonar, sem einnig er útlisthönnuður myndarinnar. Handritið er byggt á sögu eftir Sjón. Margir þekktir einstaklingar sáu um talsetningu og þar á meðal má nefna Terry Jones, Björk og Damon Albarn. (26 mín)

Dag einn vaknar fullkomna stúlkan Anna upp með einhvern hræðilegan sjúkdóm. Hún er döpur eftirlíking af Marylin Manson og er hræðilega mislynd. Foreldrar Önnu eru ráðþrota og fara með hana á Meðferðastofnun Artmanns læknis fyrir óstýrilát börn. Þar fer hún í greiningarpróf í völundarhúsi hins brjálaða læknis. Niðurstaðan reynist ekki sú sem foreldrar Önnu höfðu óskað sér.

Samtals 53 mín fyrir alla aldurshópa sýndar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2019. Íslenskt tal.

Aðrar myndir í sýningu