Litla Lirfan ljóta og Anna og Skapsveiflurnar

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Teiknimynd/Animation
  • Leikstjóri: Gunnar Karlsson
  • Ár: 2002
  • Lengd: 59 mín
  • Land: Ísland
  • Aldurshópur: Allur aldur
  • Tungumál: Íslenska

Litla lirfan ljóta er tölvuteiknuð mynd frá árinu 2002 í kvikmyndastjórn Gunnars Karlssonar. Myndin hefur hlotið lof bæði innanlands sem utan og hlaut myndin Edduna í flokki stuttmynda árið 2002. (28 mín)

Anna og skapsveiflurnar er tölvuteiknuð mynd eftir íslenska þrívíddarhönnunarfyrirtækið CAOZ. Myndin er í leikjstórn Gunnars Karlssonar, sem einnig er útlisthönnuður myndarinnar. Handritið er byggt á sögu eftir Sjón. Margir þekktir einstaklingar sáu um talsetningu og þar á meðal má nefna Terry Jones, Björk og Damon Albarn. (26 mín)

Samtals 59 mín fyrir alla aldurshópa sýndar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík 2017. Íslenskt tal.

Aðrar myndir í sýningu