Litla systir mín

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 9 ára

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Sanna Lenken
  • Ár: 2015
  • Lengd: 105
  • Land: Svíþjóð
  • Aldurshópur: 13 ára +
  • Frumsýnd: 27. Nóvember 2020
  • Tungumál: Sænska, enska
  • Aðalhlutverk: Amy Deasismont, Rebecka Josephson

Stella er ung stúlka sem lítur upp til eldri systur sinnar Kötju sem æfir listdans á skautum og fær meiri athygli inni á heimilinu. Katja þjáist af átröskun, en Stella þorir ekki að segja foreldrunum frá og liggur sú ábyrgð þungt á hennar herðum. Stella er auk þess áhrifagjörn og er hrifin af listdanskennara systur sinnar. Myndin sýnir fram á raunsæan hátt hvernig börn og unglingar takast á við erfiðleika af þessu tagi.

Kvikmyndin er sú fyrsta í fullri lengd í leikstjórn Sanna Lenken, en hún vann Krystalbjörninn á Kvikmyndahátíðinni Berlinale 2015 sem og að hún vann sem besta kvikmyndin í Generation Kplus flokknum. Myndin vann áhorfendaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinní í Gautaborg og var tilnefnd sem besta norræna myndin 2015 á sömu hátíð.

 

Aðrar myndir í sýningu