Ljósmál

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Einar Þór Gunnlaugsson
  • Handritshöfundur: Kristján Sveinsson
  • Ár: 2019
  • Lengd: 70 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 10. Nóvember 2019
  • Tungumál: Íslenska // Icelandic - with English subtitles

Í fyrsta sinn er vitasaga landsins rakin í einstakri heimildamynd. Yfir vitum hvílir dulúð þar sem þeir standa í stórbrotnu umhverfi á mörkum lands og sjávar og laða að sér fólk hvaðanæva úr heiminum. Þeir geyma sögu um það hvernig Ísland varð númtímasamfélag, fanga ímyndunaraflið og eru endalaus innblástur um fortíð og framtíð.

Saga íslenska vitans er ekki gömul. Árið 1878 blikkaði í fyrsta sinn vitaljós á Íslandsströndum. Það var á Valahnjúk á Reykjanesi. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita um miðja 20. öld. Þar með var ljósvitahringnum um landið lokið. Það voru einkum skipaeigendur sem sigldu með vörur á milli Íslands og Evrópu sem komu vitavæðingunni á rekspöl þó vissulega hafi hörmulegir mannskaðar íslenskra sjómanna einnig verið hvati til að bæta öryggi þeirra. Árið 2003 var þess minnst að 125 ár voru liðin frá fyrsta vitaljósinu og við það tilefni voru fyrstu sjö vitar landsins friðlýstir.

Óhætt er að fullyrða að með tilkomu vitabygginga hafi iðnbyltingin hafist á Íslandi. Bygging þeirra krafðist tækniþekkingar og verkkunnáttu sem áður var óþekkt og þetta voru fyrstu íslensku steinsteypubyggingarnar. Einnig fengu hönnuðir og arkitektar tækifæri til að láta láta að sér kveða og margir vitar landsins endurspegla þau áhrif sem smíði þeirra hafði á íslenska byggingarlist. Nú eru ljósvitar á Íslandi alls 104 að tölu og er þá ótalinn fjöldi innsiglinga- og hafnarvita í eigu og umsjá sveitarfélaga.

LJÓSMÁL – glæný íslensk heimildamynd – frumsýnd 10. nóvember í Bíó Paradís – sýnd með enskum texta!

  • ATHUGIÐ! Árskort, klippikort, frímiðar gilda ekki á þessar sýningar!

English

LJÓSMÁL – new icelandic documentary – premiers on November 10th with English subtitles in Bíó Paradís!

  • ATTENTION! Season-cards, punch-cards, free tickets are not valid for these screenings!

Aðrar myndir í sýningu