Hvernig væri að enda búðarrápið og Laugavegsgönguna á kósí bar/kaffihúsi og Love Actually, rómantísku jólamyndinni sem hefð hefur skapast um að horfa á fyrir jólin?
Myndin fjallar um margar ótengdar persónur í jólaundirbúningi í London. Saman sýna þessar sögur ástina í öllum sínum myndum en um er að ræða geggjaða gamanmynd sem þú vilt ekki missa af. Í aðalhlutverkum eru margir þekktir leikarar á borð við Hugh Grant, Billy-Bob Thorton, Emmu Thomson, Allan Rickman og Liam Neeson.
Fagnaðu jólaundirbúningum með okkur í Bíó Paradís, barinn er opinn og það er leyfilegt að fara með áfengar veigar inn í sal! Auk þess sem sjoppan okkar verður stútfull af veitingum.
EKKI MISSA AF JÓLAPARTÍSÝNINGU á sjálfri ÞORLÁKSMESSU 23. desember kl 20:00! Sýnd með íslenskum texta.
English
We would love to invite to end your walk downtown/shopping tour at our lovely bar/café and LOVE ACTUALLY! (p.s. you can bring snacks and beverages into the screening room) December 23rd at 20:00! Screened with Icelandic subtitles.
Follows the lives of eight very different couples in dealing with their love lives in various loosely interrelated tales all set during a frantic month before Christmas in London, England.