Magic in the Moonlight

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Gamanmynd, Rómantík/Romance
  • Leikstjóri: Woody Allen
  • Handritshöfundur: Woody Allen
  • Ár: 2014
  • Lengd: 97 mín
  • Land: Bandaríkin, Bretland
  • Frumsýnd: 18. Desember 2015
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Colin Firth, Emma Stone, Marcia Gay Harden

Magic in the Moonlight eftir Woody Allen, hefur verið jafnað við það besta sem hann hefur gert á undanförnum árum. Þetta er rómantísk kómedía sem gerist í kringum 1930 og í aðalhlutverkum eru þau Colin Firth, Emma Stone, Marcia Gay Harden, Eileen Atkins, Catherine McCormack, Simon McBurney og Jeremy Shamos.

Colin Firth leikur hér enska mennta- og sjentilmanninn Stanley sem ferðast um með sýningu þar sem hann töfrar áhorfendur upp úr skónum með alls kyns sjónhverfingum. Dag einn kemur gamall kunningi til hans og biður hann að hjálpa sér að fletta ofan af konu einni sem kveðst vera skyggn og hefur fléttað heilli fjölskyldu um fingur sér, vafalaust í einhverju hagnaðarskyni. Stanley samþykkir strax að taka málið að sér enda elskar hann að afhjúpa svona svindlara. Það renna þó á hann tvær grímur þegar hann hittir „miðilinn“, Sophie, sem reynist ekki alveg eins mikill svindlari og hún hljómar!

English

Magic in the Moonlight is a romantic comedy directed by Woody Allen, about an Englishman brought in to help unmask a possible swindle. Personal and professional complications ensue. The film is set in the south of France in the 1920s against a backdrop of wealthy mansions, the Côte d’Azur, jazz joints and fashionable spots for the wealthy of the Jazz Age.

Aðrar myndir í sýningu