Tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Söngtextar birtast með öllum lögum myndarinnar.
Með allt á hreinu er ein ástsælasta kvikmynd Íslandssögunnar sem dró 120.000 manns í bíó á fyrsta sýningarári. Myndin hefur nýlega verið sett í nýjan stafrænan búning með endurbættum hljóð- og myndgæðum, ásamt því að sérstakir fjöldasöngtextar birtast undir sönglögum myndarinnar.
ATH!
Vegna COVID-19 veirunnar og yfirstandandi samkomubanns höfum við því miður neyðst til þess að aflýsa þessum viðburði.
Endurgreiðsluferli er nú þegar hafið í gegnum Tix.is, en einnig er velkomið að hafa beint samband við þau í gegnum info@tix.is
Við þökkum skilninginn og vonumst til þess að sjá ykkur sem fyrst aftur!