MURIEL’S WEDDING þann 26. ágúst kl.21:00 – eins og vanalega verður sjoppan stútfull af sætindum og barinn fljótandi af partíveigum sem að sjálfsögðu má taka með inní salinn!
Myndin fjallar um hina tuttugu og tveggja ára gömlu Muriel (Toni Collette). Muriel er atvinnulaus og býr heima hjá foreldrum sínum í smábænum Porpoise Spit ásamt fjórum systkinum sínum og öll fjölskyldan virðist vera hverju öðru vonlausara.
Muriel eyðir dögum sínum inn í herbergi að hlusta á Abba og láta sig dreyma um hjónaband. Eftir að vinkonur Muriel segja henni svo upp eltir hún þær samt sem áður til Bali þar sem hún kynnist Rhondu (Rachel Griffiths), þær verða bestu vinkonur og fara að leigja saman í Sidney. Eftir það breytist líf Muriel svo um munar…
English
MURIEL’S WEDDING August 26th at 9PM – as usual the kiosk will be filled with sweets and the bar flowing with party-drinks that are of course allowed in the screening hall!
A young social outcast in Australia steals money from her parents to finance a vacation where she hopes to find happiness, and perhaps love, instead of wasting her life alone in her room listening to ABBA records and never going on a date.