Muriel’s Wedding- Föstudagspartísýning!

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd, Drama
  • Leikstjóri: P.J. Hogan
  • Handritshöfundur: P.J. Hogan
  • Ár: 1994
  • Lengd: 1994
  • Land: Ástralía, Frakkland
  • Frumsýnd: 9. Nóvember 2018
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Toni Collette, Rachel Griffiths, Bill Hunter

Myndin fjallar um hina tuttugu og tveggja ára gömlu Muriel (Toni Collette). Muriel er atvinnulaus og býr heima hjá foreldrum sínum í smábænum Porpoise Spit ásamt fjórum systkinum sínum og öll fjölskyldan virðist vera hverju öðru vonlausara. Muriel eyðir dögum sínum inn í herbergi að hlusta á Abba og láta sig dreyma um hjónaband. Eftir að vinkonur Muriel segja henni svo upp eltir hún þær samt sem áður til Bali þar sem hún kynnist Rhondu (Rachel Griffiths), þær verða bestu vinkonur og fara að leigja saman í Sidney. Eftir það breytist líf Muriel svo um munar…

JESSSSSSSSSS! Loksins getum við horft saman á Muriel´s Wedding á sannkallaðri föstudagspartísýningu, 9. nóvember kl 20:00! 

English

A young social outcast in Australia steals money from her parents to finance a vacation where she hopes to find happiness, and perhaps love.

A true, fantastic Friday Night Party screening, November 9th at 20:00!