Nætursögur

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Michel Ocelot
  • Ár: 2011
  • Lengd: 84
  • Land: Frakkland
  • Aldurshópur: 8 ára +
  • Tungumál: Franska

Stúlka, drengur og gamall sýningarstjóri kvikmyndahúss segja sögur á hverri nóttu í litlu kvikmyndahúsi. Á undan hverri sögu ákveða drengurinn og stúlkan í samráði við gamla sýningarstjórann að leika persónurnar á sviði.

Í Nætursögum fléttast sex framandi sögur, þar sem hver og ein á sér stað á sérstökum stað, frá Tíbet, til Evrópu miðalda til lands hinna dauðu. Kvikmyndin er sköpunarverk hins þekkta hreyfimyndagerðarmanns (animator) Michel Ocelot. Myndin var frumsýnd og keppti um Gullbjörninn á Kvikmyndahátíðinni Berlinale 2011. Myndin er sýnd með íslenskum texta.

Myndin er sýnd í samstarfi við Alliance Francaise og Franska Sendiráðið á Íslandi.

Aðrar myndir í sýningu