Peter Pix + Amma rokkar! + Waikiki + Plink og Plonk

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Leikstjóri: Ýmsir
  • Ár: 2017
  • Lengd: 68 mín
  • Land: Danmörk, Lettland
  • Aldurshópur: 0-7
  • Frumsýnd: 8. Apríl 2018
  • Tungumál: Án tals

Dagskrá sem er sniðin sérstaklega handa þeim allra yngstu- stórkostlegar stuttmyndir án tals. Frítt inn og allir velkomnir! Ekki missa af þessari frábæru dagskrá, sunnudaginn 8. apríl kl 14:00! Sjá Facebook viðburð hér: 

PETER PIX (Danmörk, 12 mín)

Á yfirborðinu er Peter Pix nafnlaus, en á heimavelli þarf hann að heyja ýmsa bardaga til þess eins að komast heim.

Stórkskemmtilegar leiknar hreyfimyndir, án tals. 

AMMA ROKKAR! (Lettland, 25 mín)

Amma er töff og mætir á skellinöðru til þess að stilla til friðar, þegar ömmubörnin eru ekki til friðs. Hún er með grænan hnapp á vestinu sínu, og þegar hún þrýstir á hann þá fara alvöru ævintýri af stað í sandkassanum….

Æðisleg stuttmynd, gerð úr leir og án tals. 

WAIKIKI (Lettland, 10 mín)

Brúnn kakóbolti og hvítur sykurpúði sem voru upprunalega í sitthvorri hillunni hittast fyrir tilviljun. Fjölskyldur hvorugra vilja samþykkja vinskapinn, en þrátt fyrir allt gengur vinskapurinn upp að lokum. Án tals. 

PLINK OG PLONK (Finnland, 21 mín)

Gleðilegt og litríkt dansleikhús sem lítur lögmálum stærðfræði og ímyndunaraflins. Plink og Plonk eiga einnig bróður: Þríhyrninginn en þau í sameiningu eru að reyna setja saman kassa, en hvað gerist þegar síðasta þrívíddar púslið lætur sig hverfa?

Samtals er sýningartíminn 68 mín. 

 

Aðrar myndir í sýningu