Pawn Sacrifice

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Edward Zwick
  • Ár: 2015
  • Lengd: 116
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 9. Október 2015
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Liev Schreiber, Lily Rabe, Tobey Maguire, Peter Sarsgaard, Sophie Nélisse, Michael Stuhlbarg, Robin Weigert, Evelyne Brochu, Seamus Davey-Fitzpatrick

Robert „Bobby“ Fischer er að margra mati sterkasti skákmaður sem uppi hefur verið en hann bjó sér til einstakan feril sem náði hámarki í Laugardalshöll í „einvígi aldarinnar“, um heimsmeistaratitilinn. Myndin segir frá uppgangi Fischers í skákheiminum, en hann var undrabarn í listinni og var sjö ára gamall búinn að sjálfmennta sig svo vel að hann var farinn að vinna alla sem tefldu við hann. Fjórtán ára að aldri rúllaði hann síðan upp átta bandarískum stórmótum í röð og varð stórmeistari, sá yngsti í sögunni. Hann tefldi síðan um bandaríska landsmeistaratitilinn og vann allar skákirnar, en það var og er enn þann dag í dag alveg einstakur árangur. Leið hans í heimsmeistaraeinvígið á Íslandi 1972 varð líka lygileg þegar hann vann 20 skákir í röð, þar af tvo 6-0 sigra á áskorendamótunum gegn sterkustu skákmönnum heims. Hann kom síðan til Íslands í júlí 1972 til að etja kappi við þáverandi heimsmeistara, Boris Spassky, og er það einvígi og öll lætin og havaríið sem því fylgdi aðalefni myndarinnar

English

Set during the Cold War, American chess prodigy Bobby Fischer finds himself caught between two superpowers and his own struggles as he challenges the Soviet Empire.

 

Aðrar myndir í sýningu