Prjónaóperubíó – Florence Foster Jenkins

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Ævisaga/Biography, Gamanmynd, Drama
  • Leikstjóri: Stephen Frears
  • Handritshöfundur: Nicholas Martin
  • Ár: 2016
  • Lengd: 111 mín
  • Land: Bretland, Frakkland
  • Frumsýnd: 27. Október 2021
  • Tungumál: Enska með íslenskum texta
  • Aðalhlutverk: Meryl Streep, Hugh Grant, Simon Helberg

Bíó Paradís í samstarfi við Óperudaga ætla að halda prjónaóperubíó og sýna bíómyndina um sögu óperusöngkonunnar Florence Foster Jenkins frá árinu 2016. Sýningin verður haldin miðvikudaginn 27. október kl. 20:00.

Ath. aðeins þessi eina sýning í boði. Meryl Streep fer með hlutverk Florence Foster Jenkins, Hugh Grant fer með hlutverk St. Clair Bayfield, sambýlismanns og umboðsmanns Jenkins og Simon Helberg fer með hlutverk píanóleikarans Cosme McMoon.

Húsið opnar kl.19:00 fyrir þá sem vilja prjóna/hekla og kaupa veitingar til að njóta áður en myndin byrjar, einnig verður hægt að prjóna/hekla í salnum á meðan sýningunni stendur.

Sagan um Florence Foster Jenkins er ansi merkileg. Hún þráði það heitt að verða óperusöngkona. Eftir lát föður hennar árið 1909 erfði Jenkins gríðarleg auðæfi og á sama tíma kynntist hún breska leikaranum St. Clair Bayfield sem varð síðar sambýlismaður hennar og umboðsmaður. Hann var að auki aðdáandi hennar númer eitt. Með hans hjálp og þeirra gríðarlegu auðæfa sem hún hafði erft við lát föður síns þá hélt hún tónleika í Carnegie Hall 25. október 1944 og það seldist upp á þá á aðeins tveimur tímum.

Pétur Oddbergur Heimisson, verkefnastjóri Óperudaga og prjónafíkill, leiðir prjónið en honum fannst tilvalið að sameina óperu- og prjónaheiminn saman í tilefni af Óperudögum sem nú standa yfir. Hvað gæti hugsanlega verið betra en að horfa á óperumynd og prjóna um leið! Uppskrift að gleði, segir Pétur Oddbergur sem hvetur sem flesta til að mæta

Aðrar myndir í sýningu