Við fylgjumst með Andra og félögum hans að leik og í skóla, hann fer í sveit og kynnist þar framandi umhverfi. Á unglingsárunum taka svo við skólaærsl, partý og sjoppuhangs. Það verða örlagaríkir atburðir í fjölskyldu hans. Þá upplifir Andri ástina – og alvöru lífsins. Punktur punktur komma strik er kvikmynd fyrir alla, jafnt börn, unglinga sem fullorðna. Myndin var sýnd við fádæma vinsældir á Íslandi árið 1981 og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Hún hefur einnig verið sýnd víða um heim.
Myndin er sýnd í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands.