RIFF 2020 – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík // Reykjavík International Film Festival

Sýningatímar

Engar sýningar

 • Ár: 2020
 • Frumsýnd: 24. September 2020

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburðurinn á Íslandi. Þessi hátíð verður sú sautjánda í röðinni og mun hún standa yfir frá 24. september – 4. október, 2020.

Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði –  í sundi, í helli eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni!

Nánari upplýsingar og ítarlega dagskrá má finna á heimasíðu hátíðarinnar á www.riff.is – en einnig má finna tengil á dagskrárbækling til skoðunar á ISSUU hér fyrir neðan.

 • Vinsamlegast athugið eftirfarandi:
  • Árskort, klippikort, frímiðar og gjafabréf útgefin af Bíó Paradís gilda ekki á RIFF sýningar!
  • Forsala bíómiða fer fram í gegnum heimasíðu RIFF – smelltu bara HÉRNA!
  • Einnig verður hægt að kaupa miða af starfsfólki RIFF á staðnum fyrir sýningar í Bíó Paradís!
  • Fyrirspurnir varðandi RIFF sýningar er hægt að senda beint á miðasölu hátíðarinnar til midasala@riff.is

Dagskárbæklingur // Programme Brochure – RIFF 2020

English

RIFF – Reykjavík International Film Festival – is one of the biggest and most diverse cultural events in Iceland.  This year’s festival will be the 17th edition of RIFF, taking place between September 24th and October 4th, 2020.

For eleven days every fall since 2004, Icelandic locals and tourists alike are able to go to the cinema and enjoy the best and freshest of international film making.Our guests can also meet and chat with directors about their works, attend panels and workshops, concerts and exhibitions, and even watch interesting films under even more interesting conditions, for instance in a swimming pool or in the filmmaker’s home.

Further information and a detailed schedule can be found on the festival website on www.riff.is – but there is also a link to the festival brochure for viewing on ISSUU here above.

 • Please take notice of the following:
  • Annual passes, punch-cards, free tickets and gift-cards issued by Bíó Paradís are not valid for RIFF screenings!
  • Presale of E-tickets is only available through RIFF’s own website – just click HERE!
  • Tickets can also be bought on-site from RIFF staff before screenings in Bíó Paradís!
  • Questions about RIFF screenings can be send directly to the festival ticket sales at midasala@riff.is

Aðrar myndir í sýningu