Safari

Sýningatímar

Frumýnd 5. Mars 2017

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Tegund: Heimildamynd
  • Leikstjóri: Ulrich Seidl
  • Ár: 2016
  • Lengd: 91 mín
  • Land: Austurríki
  • Frumsýnd: 5. Mars 2017
  • Tungumál: Þýska með enskum texta

Afríka. Í hinum dýpstu viðjum náttúrunnar, þar sem villt dýralífið skartar Zebrahestum, mörgum mismunandi tegundum af antilópum og öðrum dýrum sem skipta þúsundum, ferðast þýskir og austurrískir ferðamenn um á bílum og sitja um fyrir dýrunum til þess að veiða þau. Þeir skjóta, fella tár af tilhlökkun og stilla sér svo upp fyrir myndatökur með dýrunum sem þeir drepa. Kvikmynd um drápsferðamenn og kvikmynd um mannlegt eðli.

UM LEIKSTJÓRANN

Ulrich Seidl á langan feril að baki, en hann fæddist í Vínarborg árið 1952 og ólst upp í bænum Horn í Austurríki. Hann nam blaðamennsku, listasögu og leiklist. Hann sinnti hinum ýmsum störfum áður en hann gekk í kvikmyndaakademíunna í Vín aðeins 26 ára. Árið 1980 kom fyrsta heimildamynd hans út Einsvierzig. Tveimur árum seinna, árið 1982, kom önnur mynd hans út Der Ball – sem var kaldhæðinn og beitt mynd sem fjallaði um útskriftardansleik í heimabæ hans, og hætti hann í kjölfarið í kvikmyndaskólanum.

Árið 1990 þá kom út heimildakvikmynd eftir hann í fullri lengd, Good News. Á þessum áratug komu sjö heimildamyndir út bæði fyrir kvikmyndahús og sjónvarp sem hann hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum fyrir.

Fyrsta leikna mynd Seidl, Dog Days, kom út árið 2001 vann til fjölda mikilvægra verðlauna m.a. Grand Jury verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2001. Sama ár kom Zur Lage / State of the Nation – gagnrýnin mynd um Austurríki undir stjórn hægrisinnaðrar samsteypustjórna stjórnavalda. Seidl var aðstoðarleikstjóri verksins sem einnig innihélt þætti eftir Barbara Albert, Michael Glawogger og Michael Sturminger. Árið 2003, kom hin umdeilda mynd út Jesus, you know (Jesus, Du weisst) og árið 2007 kom ein hans allra þekktasta leikna mynd í fullri lengd, Import/ Export sem fjallar um úkraínskan hjúkrunafræðing sem leitar betri lífs í vestri, og atvinnulausann öryggisvörð í Austurríki sem heldur austur í sama tilgangi. Myndin var tilnefnd til aðalverðlaunana Palme d´Or á Kvikmyndahátíðinni í Cannes það ár.

Paradísar tríólógía Seidl hefur hlotið fjölda verðlauna, Paradís: Ást keppti til aðalverðlauna Palme d´Or árið 2012 á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, Paradís: Trú vann sérstök verðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012 en var jafnframt tilnefnd til aðalverðlauna hátíðarinnar Gullna ljónsins. Paradís: Von var frumsýnd og keppti til aðalverðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2013 ásamt því að hún var sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðini í Toronto sama ár. Sjá nánar hér: Myndirnar hafa tekið á áleitnum og erfiðum viðfangsefnum, og er Ulrich talinn vera einn sá helsti áhrifamaður heimildamyndagerðar og kvikmynda sem sækja áhrif til raunverulegrar nálgunnar listfengnar túlkunnar á fólki, aðstæðum, andrúmslofti og þeirrar listar að segja sögu í kvikmynd.

Paradísar trílógían er nú aðgengileg á VOD rásum VODAFONE og SÍMANS – sem og heimildamynd hans In the Basement þar sem Seidl fjallar um alls kyns furðufugla í kjöllurum Austurríkis.

English

Africa. In the wild expanses, where bushbucks, impalas, zebras, gnus and other creatures graze by the thousands, they are on holiday. German and Austrian hunting tourists drive through the bush, lie in wait, stalk their prey. They shoot, sob with excitement and pose before the animals they have bagged. A vacation movie about killing, a movie about human nature.

The director:

Ulrich Seidl often works on the margins of documentaries and Feature films and is has investigated the underbelly of society in films like Import/Export and the Paradise trilogy (Paradise: Love, Paradise: Faith and Paradise: Hope).

Fréttir

Kvikmyndafrumsýningar á Stockfish – Kvikmyndahátíð í Reykjavík

Louder than Bombs – Bíó Paradís á VOD

VOD myndir vikunnar : Antboy og Antboy og Rauða refsinornin