Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, er allt í senn hjarthlý, bráðfyndin og hugrökk nálgun á persónulegt málefni. Það er óhætt að segja að myndin hafi fengið frábærar viðtökur, jafnt hjá áhorfendum sem og gagnrýnendum.
Myndin er einstök sýn á veflistakonuna Salóme Herdísi Fannberg, sem er jafnframt móðir Yrsu. Þessi persónulega heimildamynd hefur farið sigurför um heiminn, en hún var m.a. kosin besta norræna heimildamyndin á Nordisk Panorama hátíðinni fyrir skömmu, fyrst íslenskra mynda. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg auk þess sem hún hefur hlotið verðaun á kvikmyndahátíðum á Spáni og í Póllandi.
Myndin verður sýnd á þriðjudögum og sunnudögum fram að jólum.
Hér má lesa meira um Salóme:
Mæðgnasambönd eru alltaf tabú – MBL
English
A daughter returns to Iceland to film her mother, who is ill and may not have much time left. The mother is reluctant to participate, but the daughter is persistent. A film about life and art, understandings and misunderstandings, and the relationship between two artists – the subject and the filmmaker. The film the audience award on Skjaldborg, documentary film festival 2014 and is screening in competition on Nordisk Panorama 2014.