Samkynhneigða systir mín + Halastjarnan + Stelpur og strákar

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Lia Hietala (My Gay Sister), Victor Lindgren (The Comet), Ninja Thyberg (Girls & Boys)
  • Ár: 2017
  • Lengd: 56 mín
  • Land: Svíþjóð
  • Aldurshópur: 14+
  • Frumsýnd: 30. Mars 2017
  • Tungumál: Sænska með enskum texta

Samkynhneigða systir mín 

Cleo er tíu ára og er forvitin ung stúlka með fullt af spurningum. Hvernig getur maður vitað að maður elski einhvern? Hvernig veit maður hvort maður hrífist af strákum eða stelpum? Eldri systir hennar á kærustu en þær fara þrjár saman í ferð til Noregs þar sem Cleo getur spurt þær báðar um gang mála. (15 mín)

Halastjarnan

Sjórinn. Háar öldur. Dökkur sjór. Tveir menn í felum. Og flóttinn hefst. Aðeins annar þeirra nær að fara til Svíþjóðar. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum þar sem aðalleikarinn flúði sjálfur frá Sómalíu og til Svíþjóðar vegna ofsókna þar í landi vegna kynhneigðar sinnar. (11 mín)

Stelpur og strákar 

Nour er sextán ára nörd og hormónarnir ráða ríkjum en hún á þann æðstan draum að missa meydóminn. En hún er of feimin til þess að tala við stráka, hvað er þá til ráða? Geggjuð grínmynd sem á sér stað í veröld þar sem kynjahlutverkunum hefur verið snúið við! (30 mín)

Sýningarlengd 56 mín og eru allar myndirnar sýndar með enskum texta. Sýningar á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, sem haldin er 30. mars – 09. apríl 2017. 

English

My Gay sister (Min Homosyster)

Ten-year-old Cleo has a head full of questions: How can I tell if I’m in love with somebody? How do I know if I prefer boys or girls? Since her older sister began dating another girl, there are new, strange feelings stirring inside Cleo. During a trip to the Norwegian fjords, she broaches the subject with the young couple and is given some helpful advice. (15 min)

The Comet (Kometen) 

The sea. High waves. Dark water. A border fence, two men in hiding. Their flight begins. Only one of them will reach Sweden.
One of the men is played by Abdi Aziis, who himself has fled from Somalia to Sweden in order to escape the oppression and persecution of gay men. (11 min)

Girls & Boys 

16-year old Nour is a horny geek whose greatest desire is to loose her virginity. But she can’t even talk to boys, how the heck will she get someone to take off their pants? Girls & Boys is a highschool comedy that takes place in a world with reversed gender roles. But it’s also a film about betrayal, friendship and the desire to fit in. (30 min)

Aðrar myndir í sýningu