Skammerens datter

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Kenneth Kainz
  • Ár: 2015
  • Lengd: 96 mín
  • Land: Danmörk
  • Tungumál: Danska
  • Aðalhlutverk: Allan Hyde, Jakob Oftebro & Maria Bonnevie

Skammerens Datter er hörkuspennandi fantasía sem byggir á samnefndri metsölubók eftir Lene Kaaberbøl. Handritið skrifar hinn margverðlaunaði Anders Thomas Jensen sem á fjölda gæðamynda að baki (I Kina spiser de hunde, Brødre, Hævnen o.fl).

Myndin fjallar um Dinu og fjölskyldu hennar flækist í stórhættulega atburðarás þar sem það er undir henni komið að hjálpa erfingja krúnunnar í Dunark að sölsa undir sig hásætið, sem réttilega er hans.

Dina hefur fengið yfirskilvitlega hæfileika móður sinnar í vöggugjöf. Hún getur séð beint inn í innstu hugarkima annarra, sem kallar fram skömm hjá þeim sem standa berskjaldaðir gagnvart hugarlestri hennar. Þegar erfingi krúnunnar er ranglega sakaður um hryllileg morð er móðir Dinu lokkuð til Dunark undir fölsku yfirskini, en hún á að fá hann til að játa glæpinn. Þegar hún neitar að nota hæfileika sína til ills er hún fangelsuð. Það er undir Dinu komið að komast að sannleikanum varðandi morðin, en fljótlega er hún flækt í hringiðu hættulegrar valdabaráttu og í bráðri lífshættu.

Ekki við hæfi barna yngri en 9 ára. Íslenskur texti.

Aðrar myndir í sýningu