Barnakvikmyndahátíð

Skjaldbakan: Örnámskeið í heimildamyndagerð

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Frumsýnd: 5. Nóvember 2022

Langar þig að læra að gera heimildamynd? Hvað langar þig að fjalla um? Hvað er eiginlega heimildamynd?

Á þessu örnámskeiði fá krakkar að kynnast heimildamyndum og heimildamyndagerð. Þau fá tækifæri til þess að prufa sig áfram og innblástur til þess að skapa sínar eigin heimildamyndir.

Skjaldbakan er fræðslu- og barnastarf Skjaldborgar—hátíðar íslenskra heimildamynda. Haustið 2022 var sett á laggirnar námskeið í heimildamyndagerð með það markmið að gefa börnum rödd og farveg fyrir sköpun. Á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður boðið upp á örnámskeið í á vegum Skjaldbökunnar.

Umsóknir skulu berast á netfangið lisa@bioparadis en námskeiðið er ætlað börnum úr 5.-7. bekk eða 10-12 ára.

Námskeiðið er haldið laugardaginn 5. nóvember kl 15:00 – 17:00.

Aðrar myndir í sýningu