Skjól og Skart

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Ásdís Thoroddsen
  • Handritshöfundur: Ásdís Thoroddsen
  • Ár: 2017
  • Lengd: 75 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 14. September 2017
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Jófríður Benediktsdóttir og saumahópurinn; Birna Guðmundsdóttir, Dagný Lára Guðmundsdóttir, Erla Friðriksdóttir, Guðbjörg Hinriksdóttir, Lucia Guðný Jörundsdóttir og Sesselja Guðmundsdóttir.

Það er vinsæl iðja „að koma sér upp búning“. Verkið allt er tímafrekt, erfitt og getur orðið afar dýrt. Hvers vegna tekur fólk sér þetta fyrir hendur þegar búningarnir eru næstum aldrei bornir nú á dögum?

Hópur kvenna tekur þátt í námskeiði til að sauma upphlut og peysuföt. Á meðan þær stunda saumaskapinn segja þær frá því hvers vegna þær taka sér þetta verk fyrir hendur og hvað íslensku búningarnir þýða fyrir þær. Út frá samræðum kvennanna kvikna spurningar sem leitað er svara við. Hvort sem um er að ræða pólitísk þýðing búninganna á 19. öld eða nýr háttur að bera þá.

Eftir því sem verki þeirra vindur fram er sýnt handverk búninganna; vefnaðurinn, víravirkið, útsaumurinn, jurtalitunin, knipplunin og svo framvegis.

Þetta er kvikmynd um fallegt handverk, hlaðið tilfinningu, menningarsögu og – pólitík. Sýnd á íslensku með enskum texta.

English

A documentary about the Icelandic traditional costume and the craftsmanship it entails to make one.

Screened in Icelandic with English subtitles. 

Aðrar myndir í sýningu