Skýjahöllin

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er leyfð öllum aldurshópum

  • Tegund: Fjölskyldumynd/Family movie
  • Leikstjóri: Þorsteinn Jónsson
  • Handritshöfundur: Þorsteinn Jónsson
  • Ár: 1994
  • Lengd: 85 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 6. Apríl 2019
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Hjalti Rögnvaldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Steindór Hjörleifsson, Guðrún Gísladóttir, Gísli Halldórsson, Kári Gunnarsson

Myndin fjallar um átta ára strák, Emil, sem langar til að eignast hund og er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar til að sá draumur megi rætast. Foreldrar hans búa við kröpp kjör og sérstaklega á faðir hans erfitt, en skuldum vafinn vinnur hann myrkranna á milli og koma þreyta hans og áhyggjur fram í skapvonsku gagnvart fjölskyldunni. Emil gefst ekki upp og nauðar í foreldrum sínum að fá hundinn, þangað til faðir hans gefur loksins samþykki sitt, með því skilyrði að Emil safni sjálfur peningum til að kaupa hundinn og halda hann, en í raun þolir faðir hans ekki dýr og hefur enga trú á að Emil geti aflað sér nægilega mikils fjár.

Emil ræðst þó í verkið af mikilli atorku. Hann selur blöð og handlangar fyrir húsgagnasmið þangað til hann hefur safnað nógu miklu fé. Þá kemur í ljós að faðir hans er tregur til að standa við gefið loforð, enda gaf hann það aðeins til málamynda til að losna við nöldrið. Emil ætlar þó ekki að láta pabba sinn komast upp með neinn moðreyk og grípur til sinna ráða svo draumurinn megi rætast og þá fyrst er fjandinn laust.

Myndin er byggð á sögunni um Emil og Skunda eftir Guðmund Ólafsson. Myndin er fyrsta íslenska kvikmyndin þar sem blandað er saman teiknimyndum og lifandi myndum.

Aðrar myndir í sýningu