Private: Meistaravetur Svartra Sunnudaga

Snowpiercer

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Spennumynd, Fantasía/Fantasy, Vísindaskáldskapur/Sci-Fi
  • Leikstjóri: Joon-ho Bong
  • Ár: 2013
  • Lengd: 126 mín
  • Land: Suður Kórea
  • Frumsýnd: 18. Mars 2018
  • Tungumál: Enska, kóreska og önnur tungumál með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Chris Evans, Jamie Bell, Tilda Swinton

Eftir misheppnaða tilraun til að koma í veg fyrir hnattræna hlýnun, þá drepur ný ísöld allt líf á plánetunni fyrir utan íbúa SnowPiercer, lestar sem ferðast um heiminn og er knúin áfram af dularfullri eilífðarvél. Stéttarskipting verður til innan lestarinnar en bylting kraumar undir niðri. Snowpiercer er vísindaskáldsaga og um leið ógnvekjandi framtíðarsýn sem gerist eftir að misheppnaðar tilraunir vísindamanna hafa leitt nýja ísöld Eina fólkið sem enn lifir hefst við í rammgerðri lest sem var sérstaklega smíðuð til að brjótast í gegnum snjó og ís og hringsólar nú umhverfis helfrosna jörðina. Það dregur til tíðinda þegar nokkrir farþeganna fá nóg af vosbúðinni og viðvarandi matarskorti og ákveða að gera uppreisn gegn þeim sem fara með völdin í lestinni …

Stórmynd á Meistaravetri Svartra Sunnudaga með stórstjörnunum Chris Evans, Jamie Bell, Tildu Swinton, John Hurt og Ed Harris í helstu hlutverkum. Tómas Lemarquis leikur hlutverk Egg-head. Ekki missa af Snowpiercer sunnudaginn 18. mars 2018 kl 20:00! 

English

Set in a future where a failed climate-change experiment kills all life on the planet except for a lucky few who boarded the Snowpiercer, a train that travels around the globe, where a class system emerges.

Starring Chris Evans, Jamie Bell, Tilda Swinton and the Icelandic actor Tómas Lemarquis – Sunday March 18th 2018 at 20:00!