Sagnadans
Heimildamynd um verkefnið Sagnadans.
Á Menningarnótt 2004, fóru fram tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu þar sem söngkonan Anna Pálína Árnadóttir kom fram ásamt sænsku þjóðlagasveitinni Draupner og fluttu þau Íslenska sagnadansa á tvennum tónleikum við fullu húsi. Á tónleikunum var að finna þjóðlög og nýrri lög sem hjónin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir sömdu við fornkvæðin.
Tónleikarnir tveir voru teknir upp á myndband ásamt því að viðtöl voru tekin við Önnu Pálínu, Aðalstein Ásberg og meðlimi þjóðlagasveitarinnar Draupner. Þá var einnig myndað við æfingar og upptökur á hljómplötu sem gerð var strax eftir þessa vel heppnuðu tónleika.
Íslenskir sagnadansar, einnig nefndir fornkvæði, eru danskvæði sem eiga það sammerkt með fornsögunum að höfunda er aldrei getið
Anna Pálína Árnadóttir lést úr krabbameini um tveim mánuðum eftir að tökum lauk, aðeins 41 árs gömul.